Nemendur velta fyrir sér allri þekkingu sem þeir hafa öðlast á námskeiðinu og kanna hvað gætu verið næstu skref í þróun þeirra sem fagfólks í hönnun.
Hver nemandi velur viðfangsefni sem hann hefur áhuga á og rannsakar efnið til hlítar. Afurð áfangans er síðan grein eða prótótýpa sem aðgengileg er á netinu þar sem umrædd tækni og/eða aðferðafræði er viðfangsefnið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
stöðu vefhönnunar.
nýjungum í vefhönnun.
mismunandi stefnum og straumum sem hafa áhrif á framtíð vefhönnunar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
þekkja hvaða nýja tækni og aðferðir í vefhönnun eru líklegar til þess að setjast í sessi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
læra nýja tækni eftir þörfum til að hanna nýja vöru.
Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir meðal annars á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, skriflegum og verklegum prófum og munnlegum og skriflegum greinagerðum. Verkefnin eru ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Kynningar einstaklinga og hópa á verkefnum á ýmsum stigum í vinnslu þeirra eru einnig hluti af námsmati. Nemandi skal tileinka sér gagnrýna hugsun á eigin verk og annara. Því eru bæði sjálfsmat og jafningjamat hluti af námsmati í þessum áfanga.