Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1622795166.69

  Líffærafræði og íþróttameiðsl
  ÍÞRF3ÍL05
  10
  íþróttafræði
  Líffærafræði og íþróttameiðsl
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi læri um starfsemi mannslíkamans með áherslu á bein og vöðva. Sérstök áhersla verður lögð á þau líffæri og líffærakerfi sem tengjast hreyfingum mannslíkamans. Fjallað verður um bein, bönd og liðamót, liðfleti og liðpoka. Einnig verður fjallað um hreyfingu í liðamótum og stefnu hreyfinga. Fjallað verður um einstaka vöðva, upptök þeirra, festu og starf. Fjallað er um hugtök og grundvallaratriði hreyfifræðinnar og komið inn á tækni íþróttagreina. Áfanginn byggir að stórum hluta á starfrænni hreyfifræði, þ.e. hvernig vöðvar, bein og liðamót líkamans koma við sögu í fjölbreyttum hreyfingum. Enn fremur er fjallað um rétta lyftitækni, starfsstellingar og hreyfingar við vinnu. Einnig eru kenndar fyrirbyggjandi æfingar og mismunandi aðferðir við meðhöndlun íþróttameiðsla. Nemendur læra að bregðast við algengum íþróttameiðslum.
  ÍÞRF2þj05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu vöðvum og vöðvahópum líkamans
  • beinum, böndum og liðamótum
  • hlutverki beinagrindar og hreyfingum helstu liðamóta
  • helstu lögmálum hreyfifræðinnar
  • réttri lyftitækni
  • helstu íþróttameiðslum
  • því hvernig best er að meðhöndla íþróttameiðsli
  • helstu formum endurhæfingar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • finna lýsandi æfingar fyrir þjálfun einstakra vöðva og vöðvahópa
  • útskýra hreyfingar líkamans með tilliti til lögmála hreyfifræðinnar
  • greina mismunandi álag á bein, bönd og liðamót
  • taka lögmál hreyfifræðinnar með sem forsendur þegar unnið er að gerð æfingaáætlunar
  • lyfta rétt og vera meðvitaður um réttar starfsstellingar
  • veita skyndihjálp við íþróttameiðslum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • starfa með börnum og unglingum við íþróttaiðkun út frá líffræðilegum forsendum
  • gera sér grein fyrir áhrifum mismunandi æfinga sem þarf að gera til að styrkja ákveðna líkamshluta
  • beita líkamanum á sem hagkvæmastan og áhrifaríkastan hátt
  • skilja viðbrögð og aðlögun líkamans við þjálfun
  • veita hjálp þegar iðkendur slasast við ástundun íþrótta
  • leiðbeina iðkendum við meðhöndlun helstu íþróttameiðsla
  • framkvæma og meta fyrirbyggjandi æfingar til að koma í veg fyrir íþróttameiðsli