Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1622796005.86

    Lífeðlisfræði og skyndihjálp
    ÍÞRF3LS05
    11
    íþróttafræði
    Lífeðlisfræði og skyndihjálp
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna og taugakerfis og gerð vöðvaþráða. Einnig er fjallað um þol, kraft, hraða, liðleika, tækniþjálfun og markmiðsáætlanir. Farið er í gerð þjálfunaráætlana til lengri og skemmri tíma. Í áfanganum er fjallað um helstu grunnþætti íþróttasálfræðinnar. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á getu íþróttamanna. Fjallað er um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi.Nemendur læra undirstöðuatriði skyndihjálpar þ.á.m.. grunnendurlífgun og notkun hjartastuðtækis, læsta hliðarlegu, að greina innvortis og útvortis áverka, að bregðast við bráðum veikindum og flutning slasaðra. Áfanginn er að mestu leiti bóklegur.
    ÍÞRF2þj05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipulagi þjálfunar til lengri og skemmri tíma
    • mikilvægi góðrar þekkingar á tækni og leikfræði íþróttagreina
    • helstu þjálfunaraðferðum
    • áhrifum þjálfunar á hjarta og blóðrásarkerfi
    • muninum á einstaklings- og hópíþróttum og áhrifum félagslegra þátta á íþróttamanninn
    • skrefum skyndihjálparkeðjunnar
    • helstu áverkaeinkennum og réttum viðbrögðum við þeim
    • helstu einkennum bráðra veikinda og réttum viðbrögðum við þeim
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja grunnþjálfun hópa og einstaklinga
    • vinna að auknu sjálfstrausti og bættri sjálfsmynd í því skyni að bæta árangur
    • framkvæma mælingar á þjálfunarástandi
    • meta líkamsástand út frá lífeðlisfræðilegum þáttum
    • sýna rétt viðbrögð við slysum
    • meta ástand sjúkra og slasaðra
    • veita skyndihjálp við slys og bráð veikindi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • starfa með börnum og unglingum við íþróttaiðkun út frá líffræðilegum og sálfræðilegum forsendum
    • veita sálræna skyndihjálp
    • endurlífga og beita sjálfvirku stuðtæki í neyðartilfellum
    • binda um sár og flytja sjúkling til vegna yfirvofandi hættu
    • setja sjúkling í læsta hliðarlegu og tryggja öryggi hans