Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1622796836.23

    Badminton og golf
    SERH3BG05
    1
    Sérhæfing
    Badminton og golf
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Markmiðið er að kenna grunnþætti, tækni og leikfræði í golf- og badmintoníþróttinni. Í lok áfangans á nemandi að geta útskýrt fyrir óreyndum spilara grip, helstu grunnhögg ásamt því að stýra æfingum fyrir mismunandi getustig. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna og skipuleggja æfingar fyrir iðkendur í badminton og golfi.
    ÍÞRF2þj05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gripi
    • tækniæfingum
    • leikfræði íþróttanna
    • samsettum æfingum þar sem farið er úr einföldum útfærslum yfir í flóknari
    • hreyfifræði íþróttanna
    • mismunandi mótafyrirkomulagi
    • æfingum til að auka ákefð
    • algengum villum við framkvæmd högga
    • nauðsynlegum íþróttabúnaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útfæra helstu högg
    • nota íþróttirnar sér til heilsubótar
    • leiðbeina öðrum
    • halda mót fyrir smærri hópa
    • taka þátt í keppni
    • greina vandamál og finna lausnir
    • nota og útskýra mismunandi leikjafyrirkomulag
    • nota og útskýra fyrir öðrum mismunandi leiki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bæta sig í íþróttageinunum
    • skipuleggja æfingar
    • átta sig á ólíkri getu einstaklinga ásamt því að leiðbeina þeim
    • sækja um stöðu aðstoðarþjálfara hjá íþróttafélagi
    • taka þátt í keppni sem hæfir þeirra getu
    • leiðbeina öðrum um val á mismunandi búnaði
    • taka að sér ýmis verkefni við mótahald hjá skólum og/eða íþróttafélögum
    • vera vel undirbúinn fyrir háskólanám í íþróttafræði