Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1622798867.77

    Leiðsögufræði
    SERH3LE05
    5
    Sérhæfing
    Leiðsögufræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að undirbúa nemendur undir leiðsögunám og kynna fyrir þeim þá möguleika sem fagið hefur upp á að bjóða. Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Í áfanganum verður farið í helstu þætti sem tengjast ferðalögum á Íslandi. Fjallað er um starf, hlutverk og ábyrgð leiðsögumanna á breiðum grundvelli. Farið verður yfir grunnþætti leiðsagnar og ferðamennsku þ.m.t. undirbúning, útbúnað, öryggismál, rötun, leiðaval og leiðsögn. Einnig verður farið yfir helstu atriði sem tengjast því að skipuleggja og ferðast með hóp af fólki þannig að nemendur geti tekið þátt í að fylgja ferðamönnum um landið. Farið verður í ferðir þar sem reynir á hæfni nemenda til að skipuleggja og leiðsegja hópi fólks.
    ÍÞRF2þj05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ábyrgð og starfi leiðsögumanns
    • starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi
    • sögu og menningu íslenskrar ferðaþjónustu
    • straumum og stefnum í viðburðastjórnun
    • skipulagningu fyrir mismunandi hópa
    • samskiptum og samskiptaleiðum
    • áhættuþáttum og undirbúningi skipulagðra ferða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér þekkingar og meta áhættuþætti ferðalaga
    • afla sér fróðleiks fyrir ferðir innanlands
    • ferðast með stórum hópi og taka tillit til mismunandi einstaklinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér fróðleiks og njóta íslenskrar náttúru
    • taka þátt í skipulögðum ferðalögum innanlands og erlendis