Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1622799290.48

    Tómstundir og leikir
    SERH3TL05
    6
    Sérhæfing
    Tómstundir og leikir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast þeim möguleikum sem eru í boði innan tómstundastarfsins og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám í tómstundafræðum. Einnig að kenna nemendum fjölbreytta leiki og líkamsþjálfun sem henta mismunandi aldurshópum með það í huga að nemendur geti nýtt sér þann möguleika í kennslu og þjálfun. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna, skipuleggja og sinna tómstundastarfi.
    ÍÞRF2þj05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi tómstundastarfs fyrir samfélagið
    • fjölbreyttu tómstundastarfi
    • mikilvægi tómstundastarfs til að efla andlegan og félagslegan þroska
    • hinum ýmsu leikjum
    • mikilvægi leikja og líkamsþjálfunar til að efla tilfinninga- og félagsþroska barna og unglinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér upplýsinga um mismunandi tómstundastarf
    • nýta sér og kynna fyrir öðrum mismunandi tómstundastarf
    • stýra mismunandi hópum í leik og tómstundastarfi
    • undirbúa og útskýra ýmsar útfærslur af leikjum
    • greina vandamál og finna lausnir við ýmsar aðstæður
    • nýta sér mismunandi aðstæður til að efla tilfinninga- og félagsþroska barna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla leiðtogahæfni sína
    • skipuleggja æfingar
    • beita grundvallaraðferðum í forvörnum og eineltismálum
    • átta sig á ólíkri getu einstaklinga ásamt því að leiðbeina þeim
    • taka að sér ýmis verkefni sem snúa að tómstundastarfi eða félagsstarfi hjá skólum og/eða íþróttafélögum
    • meta eigin frammistöðu og vinnuframlag sem og annarra á gagnrýninn hátt
    • vera betur undirbúin fyrir háskólanám í tómstundafræði