Áfanginn er ætlaður nemendum með íslensku sem annað tungumál sem hafa ekki grunn í íslensku máli.
Undirbúningsáfangi þar sem farið er yfir íslenska stafrófið, ritun og einföld íslensk orð.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
íslenska tungumálinu
framburði íslenskra bókstafa
algengum orðum, orðflokkum og beygingum
einföldum hugtökum
orðaforða sem tengist daglegu lífi
athöfnum svo sem að heilsast, kynna sig og segja lítillega frá sér
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
bera fram einföld orð á íslensku
lesa mjög einfaldan texta með góðum framburði
að nota íslenskt mál í daglegum samskiptum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fara eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum
geina lykilatriði í einföldum texta og svara spurningum úr honum
Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er án lokaprófs, fjölbreytt verkefni verða metin jafnt og þétt.