Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623072625.32

    Málnotkun, tjáning, orðaforði
    ÍSAN1MT05
    21
    íslenska sem annað mál
    Málnotkun, tjáning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er ætlaður byrjendum í íslensku og lítillar kunnáttu krafist. Lögð er áhersla á daglegt umhverfi, árstíðir, áhugamál, tilfinningar, atvinnu og starfsheiti. Málfræði og orðaforði kenndur samhliða. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi, samræðum, hlustun og ritun.
    ÍSAN1OM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • töluðu máli um kunnugleg efni
    • grundvallarþáttum íslensks málkerfis
    • nærumhverfi sínu og geta talað um áhugamál sín á íslensku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa einfalda texta með orðaforða sem tengist umhverfi, áhugamálum og atvinnu
    • taka þátt í einföldum samræðum
    • skrifa stuttan einfaldan texta um sjálfan sig, fjölskyldu og áhugamál
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita orðaforða, málnotkun og framburði á sem réttastan hátt
    • tjá sig munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
    Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er án lokaprófs, fjölbreytt verkefni verða metin jafnt og þétt.