Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623073580.18

    Jóga
    ÍÞRÓ2JÓ02
    27
    íþróttir
    Jóga
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Áfanginn er að öllu leyti verklegur og markmið hans er auka áhuga og getu nemandans svo hann geti nýtt sér hatha jóga sér til heilsubótar og ánægju. Í þessum áfanga fer kennslan fram í formi æfinga þar sem farið er yfir 84 grunnlíkamsstöður í hatha jóga. Þátttaka nemandans á jafnframt að efla styrk, þrek- og þol með fjölbreyttum þjálfunaraðferðum. Lagt er upp með að nemandinn upplifi líkamlega, andlega og félagslega ánægju í gegnum þjálfunina.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunntækni íþróttarinnar
    • grunnæfingum til að bæta sig í íþróttinni
    • ýmsum aðferðum við líkamsþjálfun
    • áhrifum líkams- og heilsuræktar fyrir andlega og líkamlega vellíðan
    • jógastöðum, öndun og slökun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda jóga sér til heilsubótar
    • nýta sér öndun og slökun í daglegu lífi
    • tileinka sér helstu grunntækni íþróttarinnar
    • beita félagsfærni
    • þekkja og meta eigin getu og takmarkanir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan
    • bæta heilsufar sitt
    • bæta sjálfstraust sitt
    • fá andlega og líkamlega útrás
    • nýta sér jóga til heilsubótar í daglegu líf
    • efla með sér meðvitund um augnablikið
    • skapa jafnvægi í likama, tilfinningum og huga