Áfanginn er ætlaður nemendum með íslensku sem annað tungumál. Markmið áfangans er að þeir þjálfist í að lesa smásögur og vinna verkefni úr þeim, bæði í rituðu og töluðu máli. Auk þess verður unnið á fjölbreyttan hátt með orðaforða úr smásögunum. Málfræði verður fléttuð inn í kennslu og verkefni hverrar smásögu.
ÍSAN2LM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
höfundi sögunnar og ritunartíma
hvað það er sem einkennir smásögur
orðaforða sem notaður er í og við umfjöllun um smásögurnar sem lesnar verða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig munnlega um efni smásagnanna
setja saman texta um smásögurnar á lipran hátt
nota orðaforða á fjölbreyttari hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita tungumálinu á viðeigandi hátt í frásögn
tjá rökstudda afstöðu sína til efnis og boðskapar
draga saman aðalatriði og beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu texta
sýna víðsýni, skilning og sanngirni í málflutningi og afstöðu sinni til efnis
Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er án lokaprófs, fjölbreytt verkefni verða metin jafnt og þétt.