Áfanginn er fyrir fólk sem vill læra íslensku sem annað tungumál. Lögð er megin áhersla á að efla orðaforða daglegs lífs. Lesin er skáldsaga og unnin heimildaritgerð.
ÍSAN2LM05 eða ÍSAN2MO05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• grundvallarþáttum íslensks málkerfis
fjölbreyttum orðaforða
uppbyggingu skáldsögunnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa skáldsögu og smásögu sér til ánægju
gera heimildaritgerð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita orðaforða, málnotkun og framburði á sem réttastan hátt
tjá sig munnlega og skriflega um efni sem tengist efni áfangans
vinna með texta á gagnrýninn hátt
Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er án lokaprófs, fjölbreytt verkefni verða metin jafnt og þétt.