Áfanginn er ætlaður nemendum með íslensku sem annað tungumál. Markmið áfangans er að nemendur kynnist íslenskum fornbókmenntum og lesi einfaldari útgáfur þeirra ásamt því að vinna verkefni úr þeim, bæði í rituðu og töluðu máli.
ÍSAN2MB05, auk 5 eininga á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu atriðum norrænnar goðafræði
sögu Íslands gegnum fornsögur
gerð íslensks þjóðfélags á árunum 930-1300
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa einfaldar útgáfur af Íslendingasögunum og skyldu efni
skrifa upp lesinn texta úr daglegu máli
beita algengum stafsetningarreglum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig munnlega og skriflega um efni sagnanna
bera saman þjóðfélagsgerðina þá og nú
nota orðaforða á fjölbreyttan hátt
Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er án lokaprófs, fjölbreytt verkefni verða metin jafnt og þétt.