Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Íslenskar nútímabókmenntir
íslenska sem annað mál
Nútímabókmenntir
Áfanginn er fyrir fólk sem vill læra íslensku sem annað tungumál. Lesnar verða samtímabókmenntir og unnið með ritun og texta.
ÍSAN2MB05, auk 5 eininga á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu skáldsagna og smásagna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa samtíma skáldsögur og smásögur sér til ánægju
- taka þátt í samræðum um nútímabókmenntir
- greina uppbyggingu skáldsögunnar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tjá sig munnlega og skriflega um efni sagnanna
- beita tungumálinu á fjölbreyttan og gagnrýninn hátt
- dýpka þekkingu sína með lestri nútímabókmennta
Leiðsagnarmat útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá. Áfanginn er án lokaprófs, fjölbreytt verkefni verða metin jafnt og þétt.