Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623085322.53

    Íslenska með áherslu á upplýsingatækni
    ÍSLS1UT04
    18
    íslenska á starfsbraut
    Íslenska með áherslu á tölvur og tækni
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    FB
    Áhersla er á að nemendur efli orðaforða sinn í ræðu og riti og þjálfist í að nota íslensk orð og hugtök í tengslum við tölvur og tækni. Nemendur nýta upplýsingatæknina við nám og verkefnavinnu í áfanganum, s.s. fjarfundarkerfi, ritvinnslu, leiðréttingarforrit og framsetningarforrit.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem tengist tölvu- og upplýsingatækninni
    • mikilvægi og kosti þess að notast við íslensk orð yfir tölvu- og tæknihugtök
    • kostum þess að nýta handbækur og uppflettirit á vefnum
    • því að hægt sé að setja fram efni á fjölbreyttan máta
    • þeim hjálpartækjum sem stafrænir miðlar bjóða upp á, s.s. talgervla og upplestur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að nýta sér upplýsingar á stafrænum miðlum
    • að nýta sér íslensk orð og hugtök
    • að tjá sig jafnt í tali og rituðu máli
    • að flytja efni sem sett er fram á stafrænan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla eigið tölvulæsi
    • lesa í og eða nýta sér upplýsingar sem koma fram í útvarpi, sjónvarpi og í netmiðlum
    • setja saman og flytja kynningar
    Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggist upp á mati kennara, sjálfsmati nemenda og jafningjamati.Við námsmat er horft til verklags, vandvirkni, frágangs, ígrundunar, rökstuðnings og þátttöku í kynningum á eigin verkum og annarra.