Áfanginn er helgaður leir og gleri. Nemendur kynnast því að vinna með steinleir og gler og ólíkum brennsluaðferðum. Þeir koma til með að gera staka hluti bæði úr leir og gleri. Nemendur hanna hlut þar sem einn hluti er úr steinleir en annar úr gleri. Síðan koma þau til með að setja leir og gler saman. Nemendur eru hvattir til að nota málma, tré og allt það efni sem hugmynd þeirra kallar á.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
efnum og tækjum sem hann notar við vinnu á gleri og leir
mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki
ferli frá hugmynd að fullunnu verki
sögu leirlistar og glerlistar innan lands og utan.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
verklegum vinnubrögðum
að nota og umgangast efni og tæki til leir-og glasvinnslu
að nota hugmyndabók til skráningu hugmynda
að skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/skissur að hugmynd sinni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta nýtt sér hagnýt vinnubrögð í starfi og tómstundum
geta nýtt sér fjölbreytileika leirs og glers til sköpunar
geta sýnt frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni, frumleika við lausnir vinnu sinnar.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.