Áfanginn byggir á því að nemendur læra að halda utan um fjármálin sín og skoða til þess ólíkar leiðir. Markmiðið er að nemendur öðlist yfirsýn yfir eigin neyslu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
heimilisbókhaldi
Excel
meðferð hjálpartækja (síma, tölvu, vasareiknis)
að finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
ýmsum spilum og þrautum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota algeng stærðfræðitákn
vinna með tölur á fjölbreyttan hátt
beita grunn reikniaðgerðum (samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu)
nota hjálpartæki (síma, tölvu, vasareikni, forrit)
beita viðeigandi aðgerðum og nota þær á réttan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
setja fram tölulegar upplýsingar og skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt
beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
temja sér gagnrýna en um leið skapandi hugsun
tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð
nýta þau hjálpartæki sem bjóðast við stærðfræði daglegs lífs.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á munnlegar og skriflegar umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og samnemenda sinna.