Í áfanganum er fjallað um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Helstu stéttarfélög og hlutverk þeirra eru kynnt. Jafnframt er farið yfir skattamál og skyldur launþega og vinnuveitenda. Áfanginn er liður í að efla réttarvitund nemenda.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
réttindum, ábyrgð og skyldum launþega og vinnuveitenda
hlutverki stéttarfélaga
kjaramálum
skattamálum
að launakjör eru mismunandi eftir starfshlutfalli og ráðningarsamningum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nálgast upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði
vera meðvitaður um eigin réttindi og skyldur á vinnumarkaði
þekkja viðeigandi hugtök og heiti sem tengjast atvinnuþátttöku og atvinnulífinu
nálgast og lesa launaseðla.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta tekið þátt í umræðum um kjaramál, réttindi og skyldur á vinnustað
þekkja helstu samtök launafólks í eigin starfsumhverfi
þekkja hlutverk stéttarfélaga
nota viðeigandi hugtök og heiti er tengjast viðfangsefni áfangans
geta nýtt sér upplýsingar sem koma fram á launaseðli.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.