Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623405872.13

    Líkaminn og skynfæri
    ENSS1LS02
    22
    Enska á sérnámsbraut
    Líkami, skynfæri
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Þessi áfangi leggur áherslu á að nemendur læri orðaforða á ensku í tengslum við líkamann og þá sérstaklega skynfærin. Með verkefnavinnu og tilraunum velta nemendur fyrir sér mikilvægi skynfæra og læra á sama tíma að tjá sig um eigin líðan og líkamlegt heilbrigði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða í tengslum við efni áfangans
    • mikilvægi þess að geta bjargað sér á ensku þegar um er að ræða heilsu og heilbrigði
    • lestri texta sem nýtast í daglegu lífi
    • upplýsingatækni sem nýtist í tungumálanámi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja texta og vinna verkefni tengd honum
    • svara spurningum um daglegt líf og líðan
    • halda kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
    • leita uppi og finna afmarkaðar upplýsingar úr texta og myndmáli
    • stafsetja á réttan hátt algeng orð á ensku
    • beita viðeigandi hjálpargögnum við úrvinnslu ýmiskonar verkefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka megininnhald lesinna texta
    • beita virkri hlustun til að skilja inntak samræðna sem eiga sér stað í kennslustund
    • nota orðaforða og þekkingu í ensku við mismunandi aðstæður
    • nýta orðaforðann sem áfanginn byggir á
    • auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
    • nýta sér læsi í víðu samhengi.
    Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.