Í áfanganum er fjallað um norræna goðafræði. Nemendur lesa og vinna með texta úr Snorra-Eddu. Nemendur kynnast heimsmynd víkinganna til forna, helstu goðum og hlutverkum þeirra. Fjallað er um goðafræðina í tengslum við menningu, sögu, siði, hefðir og áhrif á nútímasamfélög. Áhersla er lögð á þjálfun í lestri, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
heimsmynd norrænnar goðafræði
helstu goðum norrænna manna og hlutverkum þeirra
innihaldi og söguþræði umfjöllunarefnisins
fjölbreyttum aðferðum við úrvinnslu verkefna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla um goðafræði
nýta sér fjölbreyttar aðferðir við verkefnavinnu
vanda frágang verkefna
nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina innihald og söguþráð
taka þátt í málefnalegum umræðum í tengslum við námsefnið
útskýra hugmyndir norrænna manna um heimsmynd og trú á landnámsöld
skilja að norræn goðafræði er hluti af menningararfi Íslendinga
vinna að fjölbreyttum verkefnum
vanda frágang verkefna
nýta þá tækni sem auðveldar námið.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.