Í áfanganum er lögð áhersla á lestur og umfjöllun Íslendingasagna. Nemendur lesa og vinna með texta úr sögunum. Lögð verður áhersla á að velja sögu sem gerist í nærumhverfi nemendanna og tengja við ýmis örnefni á svæðinu og sögurnar á bak við þau. Áhersla er lögð á þjálfun í lestri, ritun, tjáningu og málnotkun á fjölbreyttan hátt. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda. Nemendur nýta sér hljóðbækur og talgervla við námið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
varðveislu Íslendingasagna
aðstæðum fólks á tímum Íslendingasagna
innihaldi og söguþræði umfjöllunarefnis
sögum og ýmsum örnefnum í nærumhverfi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita þekkingu sinni í umræðu um efni áfangans
miðla þekkingu sinni á sögum og örnefnum í nærumhverfi
taka þátt í umræðum
nota talgervil, hljóðbækur og aðra tækni við námið.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina innihald og söguþráð
taka þátt í málefnalegum umræðum í tengslum við námsefnið
gera sér grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á lífskjörum fólks frá landnámi
nýta þá tækni sem auðveldar námið.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.