Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623417259.73

    Lífsleikni með áherslu á heilbrigðan lífstíl, heilsu og forvarnir
    LÍSÉ1HE04
    2
    Lífsleikni á sérnámsbraut
    forvarnir, heilsa, lífsstíll
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Áfanginn fjallar um heilbrigðan lífsstíl, heilsu og forvarnir.  Stuðlað er að jákvæðri sjálfsmynd nemenda með því að efla sjálfstraust og trú á eigin getu. Þeir fá þjálfun í að koma tilfinningum, hugsunum og skoðunum sínum á framfæri á fjölbreyttan hátt. Nemendur eru hvattir til að beita gagnrýnni hugsun, rökstyðja skoðanir sínar og  taka tillit til skoðana annarra.  Unnið með markmiðasetningu og mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. 
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum: heilbrigði, velferð, hollusta, hvíld, hreyfing, hreinlæti, hamingja og hugrekki
    • mikilvægi eigin ábyrgðar á velferð sinni
    • gildi heilbrigðs lífsstíls
    • skaðsemi fíknihegðunar/vímuefna
    • kostum góðs og heilbrigðs félagslífs
    • mikilvægi jákvæðrar framtíðarsýnar
    • mikilvægi kynheilbrigðis.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera ábyrgð á eigin velferð, líkamlegri og andlegri
    • afla sér heilsutengdra upplýsinga
    • skoða markmið sín og lífsstíl
    • meta gildi þess að lifa heilbrigðu og reglusömu lífi
    • nýta sér upplýsingar um forvarnir og heilsueflingu
    • leita sér upplýsinga varðandi kynfræðslu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér jákvætt hugarfar
    • taka ábyrgð á eigin lífsstíl og vera meðvitaðri um að daglegar ákvarðanir og breytni hafa áhrif til framtíðar
    • nýta sér heilsutengdar upplýsingar
    • velja heilsueflandi lífsstíl
    • taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði sitt.
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.