Í áfanganum verður lögð áhersla á afþreyingu í daglegu lífi, almenningssamgöngur og að gera skemmtilega hluti með öðrum. Nemendur æfast í að skipuleggja strætóferðir, taka strætó og fara í vettvangsferðir með hópi. Markmið ferðanna er að auka fjölbreytni í daglegu lífi, að verða sjálfstæðari og venjast því að taka strætó. Farið verður í nokkrar vettvangsferðir. Eftir hverja ferð verður farið yfir hvað gekk vel og hvað þyrfti að athuga betur áður en farið er í næstu ferð. Nemendur skipuleggja saman ferðirnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að tómstundir geta verið til afþreyingar en líka haft menntagildi
kunna skil á hlutverkum helstu safna og menningarstofnana á höfuðborgarsvæðinu
þekki möguleika internetsins og hvernig hægt er að nýta sér það í daglegu lífi
almenningssamgöngum
hvernig framkomu og hegðun er viðeigandi að sýna á opinberum stöðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vera sjálfbjarga í daglegu lífi
hlýða lögum og reglum í samfélaginu
að bregðast við mismunandi félagslegum aðstæðum
átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
fara í vettvangsferðir á söfn og menningarviðburði
skipuleggja strætóferðir
mynda sér skoðun á afþreyingu
taka lýðræðislega ákvörðun í hópi um það hvað hópurinn eigi að gera/fara.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
finna sér afþreyingu
komast á milli staða með almenningssamgöngum
auka sjálfstæði sitt og trú á sjálfum sér
finna nýjar og viðeigandi aðferðir til að leysa vandamál
lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
sýna ábyrga framkomu
bæta eigin vinnubrögð og samstarf við aðra.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.