Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623420155.69

    Líkön og tréstafir
    LISK1LT04
    12
    Listir á starfsbraut
    líkön, tréstafir
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Nemendur búa til líkön eða það sem kallast dioramas. Þau finna sér viðfangsefni sem gæti komið úr sögum eða úr raunveruleikanum. Notast verður við viðarkassa með æskilegri dýpt og koma þau til með að mála og nota náttúruefni eins og greinar og mosa eða allt sem myndin kallar á til að vera trúverðug. Nemendur skera út göngustaf í digra trjágrein. Stafurinn er svo málaður og skreyttur með leðri, perlum og fjöðrum. Með handverki eykst sjálfsöryggi nemandans og sköpun á fallegum hlut örvar vinnugleði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun hugmyndabókar og markvissri skráningu hugmynda
    • efnum og tækjum sem hann notar við vinnu sína
    • mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki
    • ferli frá hugmynd að fullunnu verki
    • góðri umgengni og lært að gæta fyllsta öryggis.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • verklegum vinnubrögðum
    • að nota sköpunargáfu og eigið frumkvæði til hönnunar
    • að nota og umgangast efni og tæki
    • notkun hugmyndarbókar við skráningu hugmynda
    • að skipuleggja eigið vinnuferli með skissum og orðum að verkefni
    • að þjálfa hagnýt vinnubrögð sem nýtast í starfi og tómstundum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta nýtt sér lærð vinnubrögð til starfa og tómstunda
    • þróa með sér tilfinningu fyrir formi, notagildi og listrænu yfirbragði
    • nýta sér hæfni sína í listræna vinnu og sköpun
    • sýna frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
    • geta hannað og framleitt hluti til gjafar eða sölu
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar.
    Leiðsagnarnám er við haft í hverjum tíma. Öll verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.