Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1623420842.12

    Leir
    LISK1LE04
    10
    Listir á starfsbraut
    leir
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í meðferð leirs, grunnþáttum keramikmótunar og þeim efnum og verkfærum sem notuð eru í leirvinnslu. Nemendur koma til með að kynnast helstu aðferðir við mótun leirs; móta úr kúlu, slönguaðferð, plötuaðferð, innlögn í gifsmót og fleira. Nemendur kynnast því hvernig glerungar eru gerðir og fá að blanda glerung sem þau fá að nota á eigin hluti. Nemendur koma til með að skissa hugmyndir í skissubók og vinna út frá þeim. Fjallað verður um hönnun og listhandverk í sögu keramiks.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • efnum og tækjum sem hann notar við leirvinnslu
    • mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki
    • ferli frá hugmynd að fullunnu verki
    • fræðast um sögu leirlistar innan lands og utan.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • verklegum vinnubrögðum við leirmótun
    • að nota og umgangast efni og tæki
    • að nota hugmyndabók til skráningu hugmynda
    • að skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/skissur að hugmynd sinni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta nýtt sér hagnýt vinnubrögð í starfi og tómstundum
    • geta nýtt sér fjölbreytileika leirs og aðferð til sköpunar
    • geta sýnt frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
    Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Verkefnin eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.