Í þessum áfanga er sjónum beint að vinnuvernd, öryggismálum, vinnustöðum og mikilvægi þess að vera ábyrgur starfsmaður. Nemendur fá þjálfun í að leita að og sækja um vinnu. Útbúin er ferilskrá og starfsemi Vinnumálastofnunar er kynnt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn
tilgangi og gildi atvinnuþátttöku í lífi sérhvers einstaklings
reglum, hreinlæti og hollustu á vinnustöðum
öryggismálum í starfsumhverfinu
mikilvægi þess að fylgja settum verklagsreglum
ferli atvinnuleitar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fylgja fyrirmælum
gera sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis á vinnustöðum
vega og meta aðstæður á vinnustað með tilliti til öryggismála
útbúa ferilskrá
sækja um starf.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta fylgt reglum sem gilda á vinnustöðum
taka þátt í atvinnulífinu
sýna ábyrga hegðun á vinnustað
nýta sér hlífðarbúnað og hjálpartæki á vinnustað og forðast hættur
að mæta stundvíslega til vinnu.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og vinnu og eins samnemenda sinna. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.