Í áfanganum er farið yfir helstu atriði úr eldri bekkjum grunnskóla. Áhersla er að þjálfa upp og læra ákveðin grunnatriði í stærðfræði mælieiningar, prósentureikning og flatarmál með það fyrir augum að byggja upp sjálfstraust nemenda til að takast á við stærðfræðinám.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnaðferðum í stærðfræði og hugtökum tengd þeim
ummáli, flatarmáli og rúmmáli grunnforma
algengustu málum og mælieiningum
hugtökum tengdum prósentureikningi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grunnaðferðum í stærðfræði
reikna ummál, flatarmál og rúmmál ólíkra forma
meðhöndla heilar tölur, jákvæðar og neikvæðar, leggja saman, draga frá, margfalda og deila
styttingu og lengingu brota, samnefnara, samlagningu brota og margföldun brota
breyta úr einni mælieiningu í aðra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nálgast lesefni á sjálfstæðan hátt
lesa einfalda stærðfræðitexta
geta unnið eftir fyrirmælum
láta skýringar fylgja með útreikningum
vanda framsetningu og gæta að réttri notkun stærðfræðitákna.
Leiðsagnarnám er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina og áhersla lögð á munnlegar og skriflegar umsagnir sem leiða nemandann áfram. Sjálfsmat og jafningjamat þar sem nemendur fá tækifæri til að meta sín eigin verk og samnemenda sinna.