Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1629121574.39

    Enska - lestur, skilningur, orðaforði og málfræði
    ENSK2LS05
    80
    enska
    lestur, málfræði, orðaforði, skilningur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á lestur og undirstöðuatriði enskrar málfræði með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur þjálfast í að tileinka sér grunnorðaforða vísinda og fræða (academic vocabulary), tjá sig í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Unnið verður með lýðræðis- og mannréttindavitund og áhersla er lögð á sköpun í verkefnavinnu nemenda.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða til markvissrar notkunar í frekara námi og starfi
    • almennum málfræðireglum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og greina fjölbreytta texta
    • nota rafrænar orðabækur og viðeigandi hjálpargögn
    • tjá kunnáttu sína munnlega og skriflega á góðu máli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa ser til gagns og gamans
    • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
    • nota nýjan orðaforða í ræðu og riti
    • verða sjálfbjarga í upplýsingaöflun á ensku
    Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.