Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1629561084.37

    Vinnustaðanám þjónustutækna
    VIÞT2SN20
    1
    Vinnustaðanám þjónustutækna
    námkvæmni, samskipti
    Samþykkt af skóla
    2
    20
    Í vinnustaðanámi er áhersla lögð á að nemendur öðlist reynslu af þeim verkefnum sem starfinu tilheyra og færni í að nýta sér þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í bóklegu námi. Farið er vel yfir skipulag og hlutverk þjónustunnar, hverjar eru helstu starfsstöðvar ásamt því að fjalla um heilsu og öryggi á vinnustað og mikilvægi nákvæmra vinnubragða. Unnið er við flutning á skjólstæðingum, markvisst eru æfð samskipti, jákvæðni og fagleg vinnubrögð. Nemendur koma að flutningi á rannsóknarsýnum, blóði, blóðhlutum, lyfjum, súrefniskútum, pósti og öðru tilfallandi við almennar aðstæður sem og ef bráðatilfelli koma upp. Áhersla er lögð á líkamsbeitingu og notkun léttitækja við störf ásamt notkun ýmissa tækja og hjálpartækja sem notuð eru í daglegri starfsemi heilbrigðisstofnunar svo sem hjólastóla, rúma, talstöðva og rafmagnsbíla.
    Bóklegar greinar námsbrautar fyrir þjónustutækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi nákvæmra og öruggra vinnubragða
    • góðum samskiptum
    • réttri geymslu og meðferð á blóðhlutum og sýnum
    • nauðsyn þess að nota rétta líkamsbeitingu og nýta sér léttitæki
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • eiga góð samskipti við flutning á skjólstæðingum
    • flytja skjólstæðinga með öruggum hætti á milli staða
    • flytja blóðhluta, rannsóknarsýni og súrefniskúta með öruggum hætti á milli staða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sinna starfi þjónustutækna af öryggi og fagmennsku
    • vera hluti af liðsheild innan stofnunar
    Ferilbók fylgir hverjum nemanda í vinnustaðanámi og er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda, hún er hluti af námsmati á brautinni.