Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1629561573.57

    Vinnustaðanám þjónustutækna
    VIÞT2ÞU20
    2
    Vinnustaðanám þjónustutækna
    umhverfi, þjónusta
    Samþykkt af skóla
    2
    20
    Í vinnustaðanámi er lögð áhersla á að nemendur öðlist reynslu af þeim verkefnum sem starfinu tilheyra og færni í að nýta sér þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í bóklegu námi. Farið er vel yfir skipulag og hlutverk þjónustunnar, hverjar eru helstu starfsstöðvar ásamt því að fjalla um heilsu og öryggi á vinnustað og mikilvægi nákvæmra vinnubragða. Áhersla er lögð á þekkingu á brunavörnum og rýmingaráætlunum. Sífellt er farið yfir hvernig taka skuli á móti beiðnum og þær meðhöndlaðar og eins er reglulega fjallað um grunnatriði endurlífgunar. Unnið er með þá siðferðilegu þætti sem varða andlát og líkflutninga. Jafnframt er farið yfir vörumóttöku, dreifingu á líni, vörum, matvælum og fleiri þáttum. Áhersla er lögð á nákvæm vinnubrögð við rúmaþjónustu, flokkun og frágang á sorpi og spilliefnum. Unnið er með vistakstur, meðvitund um sjálfbærni og umhverfismengun. Einnig er unnið að stöðugum umbótum, atvik og frávik eru skráð og viðbrögð við þeim æfð.
    Bóklegar greinar námsbrautar fyrir þjónustutækna
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • brunavörnum, rýmingaráætlunum og grunnatriðum endurlífgunar
    • mikilvægi þess að vinnubrögð við rúmaþjónustu séu nákvæm
    • umhverfissjónarmiðum, sjálfbærni og vistakstri
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sinna rúmaþjónustu, línpöntunum og frágangi á líni
    • ganga frá sóttmenguðum úrgangi og spilliefnum
    • aka á vistvænan hátt
    • skrá atvik og frávik
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sinna starfi þjónustutækna af öryggi og fagmennsku
    • vera hluti af liðsheild innan stofnunar
    Ferilbók fylgir hverjum nemanda í vinnustaðanámi og er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda, hún er hluti af námsmati á brautinni.