Í áfanganum er farið í heimsókn á heilbrigðisstofnun. Þar er fylgst með starfi þjónustutækna eða reynds starfsmanns. Fjallað er um skipulag starfseminnar og hvernig dæmigerður dagur gengur fyrir sig. Lögð er áhersla á að nemandi fái innsýn í sem flesta hluta starfsins
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eðli starfs þjónustutækna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lýsa starfi þjónustutækna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka markvissa ákvörðun um áframhaldandi nám á brautinni