Í áfanganum er farið er yfir framleiðslu mismunandi blóðeininga og blóðhluta og fjallað um tilgang og mikilvægi þeirra fyrir skjólstæðinga. Áhersla er lögð á rétta meðferð og geymslu blóðhluta og rekjanleika, ásamt því að fjallað er um áhættuatriði svo sem hitastig, högg, fyrningartíma og aðra þætti sem geta haft áhrif á gæðin. Einnig er fjallað um mismunandi tegundir rannsóknarsýna, tilgang þeirra og meðhöndlun og innihald, tilgang, áhættuþætti, rétta meðferð og geymslu á súrefnishylkjum. Í áfanganum er lögð áhersla á öryggi starfsmanna, meðhöndlun spilliefna og sóttmengaðs úrgangs, viðbrögð við óhöppum, atvika- og frávikaskráningu og rúmaþjónustu. Fjallað er um kerfi við línpöntun og frágang á því, meðhöndlun matvæla og lyfja og einnig er farið yfir frágang, rétt handtök og siðferðileg málefni við líkflutning.
ÞTÆK1KY01, SÝKL2SS05, ENSK2EH05 ásamt meginþorra bóklegra greina brautarinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tilgangi og mikilvægi blóðhluta og blóðeininga fyrir skjólstæðinga
réttri meðferð og geymslu á blóðhlutum
mismunandi tegundum rannsóknarsýna
réttri meðhöndlun og merkingu sýna
tilgangi, innihaldi, áhættuþáttum og meðhöndlun súrefnishylkja
mikilvægi öryggisþátta er snúa að starfi þjónustutækna
siðferðilegum málefnum er varða andlát og líkflutninga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita mismunandi aðferðum við meðhöndlun og geymslu blóðhluta, sýna og súrefnishylkja
meðhöndla spilliefni og sóttreinsaðan úrgang
skrá atvik og frávik
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sinna margvíslegum þjónustustörfum innan heilbrigðisstofnunar með öruggum og áreiðanlegum hætti
skilja mikilvægi nákvæmra vinnubragða og góðra samskipta
vera hluti af liðsheild sem vinnur með starfsmönnum og þjónustuþegum