Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1630938077.67

    Áhugaljósmyndun
    LJÓS1ÁL05
    4
    ljósmyndun
    Stafræn ljósmyndun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum læra nemendur að nýta sér myndavélina í snjallsímanum sínum á skapandi hátt sem vinnutæki. Farið verður í listræna hlið ljósmyndunar, unnið með myndbyggingu, litafræði, lýsingu, formfræði sem og nálgun myndefnis. Verkefni áfangans miða að því að nemendur öðlist færni í að taka betri myndir á síma ásamt því að öðlast leikni í stafrænni myndvinnslu í tölvu þar sem notuð eru opin og frí myndvinnsluforrit. Unnið er með mismunandi aðstæður og birtu, inni og úti.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum sem snúa að ljósmyndatækni
    • þróunarsögu ljósmyndatækninnar
    • ókeypis myndvinnsluforritum
    • möguleikum sinnar stafrænu myndavélar
    • uppbyggingu, aðferðum og hugtökum ljósmyndunar
    • eigin styrkleika til að nýta sér í margs konar hugmyndasmíði og sköpun
    • notkun myndavéla í snjallsímum og vinnu í myndvinnsluforritum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta fjölbreytt upplýsingaefni til þess að auka leikni sína í ljósmyndun
    • nota ókeypis forrit til myndvinnslu
    • nota fjölbreyttar aðferðir til að miðla myndefni sínu
    • nota myndavélina á símanum til listsköpunar og heimilda öflunar við ólíkar aðstæður
    • beita myndvinnsluforritum við vinnslu ljósmynda til að bæta þær og breyta
    • taka betri myndir með tilliti til myndbyggingar og lýsingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fanga ólík viðfangsefni í ljósmynd
    • ná fram fjölbreyttum hughrifum með myndvinnsluforritum
    • taka betri myndir og fullvinna til prentunar eða birtingar á netinu
    • sýni frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í smaræmi við skólanámsskrá.