Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1631029071.71

    Listasaga
    SAGA2LS05
    50
    saga
    listasaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynna nemendur sér helstu forsendur, straumar og stefnur á sviði myndlistar, hönnunar og byggingalistar frá hellaristum til samtímalistar, í samhengi við sögu, tækniframrarir og þjóðfélagsmynd hvers tíma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu stíltímabilum síðari alda
    • þróun listar í samhengi við helstu viðburði mannkynsögunnar
    • hugtökum og heitum í listum hvers tímabils
    • helstu listamönnum hvers tíma og mikilvægi þeirra með tilliti til þróunar myndlistar
    • þróun byggingarlistar í samhengi við list og tækni á hverjum tíma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina listaverk og byggingar með tilliti til helstu stílgerða
    • tímasetja byggingar og listaverk
    • þekkja verk helstu listamanna hvers tímabils
    • greina inntak og merkingu listaverka síðari alda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um helstu strauma og stefnur í sögu myndlistar og byggingarlistar bæði munnlega og skriflega
    • greina listaverk og byggingar fyrri alda út frá straumum og stefnum listasögunnar
    • beita þeim hugtökum sem hann hefur lært í áfanganum í munnlegri og skriflegri umfjöllun um listir síðari alda
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í smaræmi við skólanámsskrá.