Í áfanganum læra nemendur grunnatriði teikningar. Áfanginn skiptist í fjóra hluta, í uppjafi er lögð áhersla á að þjálfa formskilning með greiningu grunnforma og athugun á náttúrufomum. Næst skoða nemendur umhverfi sitt, þar sem þeri teikna rými þar sem þeir læra grunninn í skissutækni ásamt forsendum eins og tveggjapunkta fjarvíddar. Því næst læra nemendur að teikna mannslíkamann þar sem áhersla er lögð á að greina rétt stærðarhlutföll, stöðu og styttingar á formum í rýminu. Að lokum færa nemendur tvívíða skissu yfir í þrívítt form þar sem manneskjan verður mótuð í leir. Nemendur eru hvattir til að nota skissubækur þar sem þeir þjálfa sig í skissuvinnu ásamt því að safna hugmyndum sínum og þróa þær.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eðli, uppbyggingu og samsetningu mismunandi forma
mikilvægi grunnforma í myndsköpun
skynjun mismunandi forma í nánasta umhverfi og nýtingu þeirra í teiknivinnu
mikilvægi samspils hugar og handa
því hvernig fjarvíddarstyttingar breyta myndinni
hvernig tvívíð teikning tekur á sig þrívítt form við mótun í annað efni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skyggja og sneiða form á blaði, eins og kúlu, kassa, keilu, píramída og rör þannig að þau virðist eðlileg í rými
teikna einfaldar skissur út frá mismunandi fyrirmyndum
teikna einfalda hluti þannig að þeir sýnist réttir í rýminu
teikna einföld náttúruform þannig að þau verði trúverðug
teikna einfaldar rýmismyndir í fjarvídd og réttum hlutföllum
móta þvítt form út frá tvívíðri teikningu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna að hann geti þróað hugmyndir sínar út frá teiknivinnunni
hagnýta sér tæki eins og skissubækur við hugmyndavinnuna
ræða og rökstyðja þær hugmyndir sem hann túlkar í verkum sínum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í smaræmi við skólanámsskrá.