Unnið er með aðferða- og hugmyndafræði nýsköpunar þar sem nemendur fá tækifæri til að hanna og þróa sínar eign hugmyundir. Þeir fara í gegnum ferli sem byggir á skapandi hugmyndavinnu þar sem þöri er skilgreind, unnið að lausnum og stefnt á að búa til afurð. Vinnuferlið frá hugmynd til afurðar verður þjálfað þar sem unnið er með heildarmyndina í hönnunarferlinu, skapandi skissuvinna, líkana gerð með ýmsum efnum á leiðinni að lokaafurð. Nemendur kynnast og vinna með forrit eins og Inkscape, GIMP og Thinkercad sem nýtast í FabLab vinnu við útskurð og þrivíddarprentun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtakinu nýsköpun
mikilvægi hugmyndafræði og hugsunarháttar frumkvöðulsins
aðferðafræði og vinnuaðferðum nýsköpunar
ferli þar sem skilgreind er þörf, unnið að lausnum og stefnt að afurð
gildi hugmyndavinnu
virðingu fyrir frumhönnun annarra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina hugmyndir sem falla undir nýsköpun
vinna með eigin hugmyndir og koma þeim í framkvæmd
hugsa um alla verkþættina og þjálfast í að horfa á heildarmyndina í vinnuferlinu
vinna í hóp að sameiginlegu markmiði
velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til viðfangsefnis
kynna hugmynd sína og rökstyðja gildi hennar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þróað eigin hugmynd, fundið lausnir og beytt skapandi aðferðum við í að leysa þau vandamál sem koma upp í hönnunarferlinu
skilgreina þörf og vinna að lausn frá hugmynd til afurðar
koma hugmynd sinni á framfæri með skissum og líkönum úr mismunandi efnum
geti nýtt sér forrit og lausnir FabLab af nokkru öryggi í sinni frumhönnun / vinnu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í smaræmi við skólanámsskrá