Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1631105498.81

  Myndlist - framhaldsáfangi
  MYNL2FM05
  25
  myndlist
  frjáls málun
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur kynnast lögmálum myndbyggingar í þessum áfanga þar sem þeir rannsaka hvernig eðli myndflatarins breytist eftir því á hvaða hátt línur og form skipta honum upp. Farið er í grunnaðferðir í meðferð lita þar sem nemendur kanna samspil þeirra, áhrif og virkni. Nemendur öðlast færni í að blanda liti og beita þeim á markvissan hátt. Nemendur skoða ólíka stíla, efnistök og aðferðir við að byggja upp málverk, vinna með bæði hlutbundin og óhlutbundin verk í sínum rannsóknum. Nemendur vinna skissur út frá sínu nærumhverfi, uppstillingum ásamt því að horfa í og vinna útfrá málverkum þekktra listamanna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnhugtökum í lita og formfræði
  • ólíkum áhrifum lína og forma á mismundandi stöðum í myndfleti
  • mismunandi áhrifum og vægi lita
  • blöndun og beitingu ljós- og efnislita
  • klassískum fegurðarlögmálum og notkun þeirra í myndlist, hönnun og byggingarlist
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita litum og formum til að ná fram mismunandi áhrifum
  • nota grunnhugtök í lita og formfræði
  • nota mismunandi efni og blanda liti
  • nota verk nokkurra myndlistamanna og hönnuða sem innblástur fyrir eigin vinnu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • rannsaka og þekkja muninn á hlutbundinni og óhlutbundinni myndbyggingu
  • nýta grundvallaratriði í myndbyggingu, lita og formfræði til að tjá eigin hugmyndir
  • rökstyðja skoðanir sínar um málefni sem tengjast mismunandi merkingu lita, forma og efnis
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.