Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1631106237.31

    Myndmiðlun og grafísk hönnun
    MARG2MI05
    6
    margmiðlun
    grafísk hönnun, myndmiðlun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur grunnartriði í grafískri hönnun, vektorteiknigu og myndvinnslu. Unnið er með grafíska uppsetningu, texta, liti, myndefni og samspil þessara þátta. Notast er við opinn hugbúnað í áfanganum eru notuð forrit sem nemendur geta nálgast á netinu. Að áfanga loknum eiga nemendur að geta búið til einfalt kynningarefni svo sem portfolio, nafnspjöld og einfalda vefsíðu. Viðfangefni áfangans eru grafís uppsetning, vektorteikning og myndvinnsla.
    MYND2GM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnatriðum grafískrar uppsetningar og forritum henni tengdri
    • hvernig hægt er að nýta ýmis frí kerfi á vefnum í samhengi við nám sitt, sköpun og framsetningu á eigin verkum
    • grunnatriðum vektorteikningar og forritum henni tengdri
    • um samspili mynda og texta í grafískri vinnu
    • hvernig hægt er að nota liti og form á táknrænan hátt
    • grunnatriðum myndvinnslu og forritum henni tengdr
    • mismunandi skráarendingum (.svg, .pdf, .jpeg , o.fl.)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með uppsetningar-, teikni- og myndvinnsluforrit
    • vinna með fjölbreytt efni
    • búa til einfalt kynningarefni
    • miðla eigin hugmyndum og sköpun á skipulagðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt með möguleika grafískrar uppsetningar, myndvinnslu og vektorteikninga
    • meta gæði mynda hvort þær sé vinnanlegar í annars vegar prent og hins vegar skjámiðla
    • meta hvernig best sé að vista og geyma gögn með viðeigandi skráarendingar á rafrænan hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá