Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1632222190.19

  Kvikmyndafræði I
  KVFR1KT05
  3
  Kvikmyndafræði - TS
  Kvikmyndatækni
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í námskeiðinu eru kynnt til sögunnar lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda. Farið verður ítarlega í frásagnaruppbyggingu og sviðsmynd kvikmynda, sem og kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og tónlist. Ræddar verða ólíkar gerðir kvikmynda og sýnd dæmi um heimildar- og tilraunamyndir auk hefðbundinna leikinna kvikmynda. Með kvikmyndasýningunum verða dregin fram þau sérkenni sem einkenna lesefni hverrar viku og þau rædd sérstaklega. Nemendur vinna einnig stutt greiningarverkefni sem byggja á ólíkum nálgunarleiðum á kvikmyndamiðilinn.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og eðli kvikmyndarinnar.
  • ólíkum gerðum kvikmynda og helstu einkenna þeirra.
  • ólíkum nálgunarleiðum í greiningu á kvikmyndamiðlinum.
  • hvernig hægt sé að lesa kvikmyndir og gagnrýna á faglegan hátt.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fjalla um greiningarviðmið kvikmyndadóma.
  • greina uppbyggingu og frásögn kvikmyndar.
  • greina lýsingu og sviðsetningu myndar.
  • greina klippingu myndar.
  • greina hljóðvinnslu og tónlist kvikmyndar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla um kvikmyndir í rituðu máli.
  • beita ólíkum greiningaraðferðum á kvikmyndamiðilinn.
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá