Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1632225295.22

    Kynfræðsla
    KYNH2KF05
    3
    Kynheilbrigði
    Kynfræðsla
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn fjallar um kynheilbrigði í víðum skilningi. Sérstök áhersla er sett á kynheilbrigði unglinga en nemendur læra um kynferðisþroska frá fæðingu og út lífið. Til umfjöllunar í áfanganum er meðal annars kynferðisþroski, frjósemisheilbrigði, kynfærin, smitsjúkdómar og varnir gegn þeim, sjálfsmynd og líkamsímynd, ofbeldismenning, mismunandi kynhegðun, mörk og samþykki, ábyrgð og klám. Í tengslum við öll þessi atriði og fleiri verða ræddir samfélagslegir þættir sem hafa áhrif á okkur sem kynverur, hinsegin veruleiki og kynjakerfið. Í áfanganum gefst nemendum tækifæri á að vinna fjölbreytt verkefni innan kennslustunda og utan og eiga samtal við samnemendur á jafningjagrundvelli. Eftir því sem færi gefst er rætt um ýmis viðfangsefni og vandamál daglegs lífs
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtökum og ólíkum sjónarhornum sem tengjast kynverundinni.
    • Margbreytileika kynverundarinnar og hvernig hann hefur meðal annars áhrif á einstaklinga, pör og stofnanir
    • Kynferðisþroska mannsins, kynfærum og frjósemi yfir æviskeiðið og áhrifaþáttum á kynheilsu
    • Þeim félagslegu þáttum sem hafa áhrif á kynverundina
    • Hvernig sjálfsmynd og líkamsímynd hafa áhrif á kynverundina
    • Kynferðislegu ofbeldi og hvernig það snertir kynheilbrigði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tjá eigin skoðun á þáttum tengdum kynverundinni og kynheilbrigði
    • Mynda sér skoðun á ýmsum þáttum kynheilbrigðis
    • Vinna saman í hópum þar sem kynheilbrigðismál eru rædd
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Gera sér grein fyrir eigin skoðunum á kynhegðun og kynheilbrigði.
    • Taka ákvarðanir um eigin kynhegðun og heilbrigði.
    • Horfa á samfélagið og menninguna með gagnrýnum hætti.
    • Fræða aðra um kynheilbrigðismál.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.