Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1632310107.52

    Örverufræði
    LÍFF2ÖR05
    39
    líffræði
    örverufræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn fjallar um sögu örverufræðinnar og helstu flokka örvera. Fjallað verður um lífstarfsemi örvera; næringarnám og fjölgun. Mikilvægi örvera í náttúrulegum vistkerfum og notkun af örverum í iðnaði. Farið verður í flokkun örvera og fjallað um örverur sem valdið geta sýkingum í mönnum og dýrum; náttúruleg heimkynni þeirra, smitleiðir og faraldsfræði.
    LÍFF2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • flokkun örvera, byggingu þeirra og starfsemi
    • helstu ræktunar- og greiningaraðferðum sem notaðar eru við örverurannsóknir
    • mikilvægi örvera í náttúrunni og notagildi þeirra í iðnaði
    • skaðsemi örvera, s.s. skemmdir á matvælum og sjúkdómum sem þær valda
    • helstu vörnum gegn örverum, sótthreinsun, sýklalyf og mótefnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera greinarmun á veiru- og bakteríusýkingum og vörnum gegn þeim
    • rækta bakteríur
    • útskýra notagildi og mikilvægi örvera í náttúru og iðnaði
    • útskýra skaðsemi örvera m.t.t. matvæla og sjúkdóma
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka niðurstöður úr verklegum æfingum ...sem er metið með... taka upplýsta afstöðu í umræðum um málefni tengd áfanganum
    • aka upplýsta afstöðu í umræðum um málefni tengd áfanganum