Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1632820341.35

    Sjálfsefling
    EMPO2EX05
    1
    Empowerment
    ...
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Lögð er áhersla á að tengja við innri áttavitann til þess að átta sig á hvað nemandi vill, hvað hann vill ekki og hvernig hægt er að tjá það á árangursríkan hátt. Unnið er með sjálfstraust til einlægnar og hjartnæmnar tjáningar og færslu frá andrúmslofti samanburðar og samkeppni yfir í virðingu og samvinnu. Unnið er með aukna sjálfsþekkingu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grundvallar aðferðum sem stuðla að hamingju og sjálfbæru jafnvægi
    • Hvernig maður getur vitað hvað maður sannarlega vill
    • Meginatriðum í heilbrigðri tjáningu og nærandi samskiptum
    • Hvað það sannarlega þýðir að vera kona og karl, handan við mótun samfélagsins
    • Afhverju okkur getur liðið eins og eitthvað sem okkur er náttúrulegt sé eitthvað til að skammast sín fyrir
    • Skugga vinna (hvernig má nálgast og vinna með ómeðvitaða og óviljandi ósjálfráða hegðun)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skapa nánari og sannari tengsl við fjölskyldu, vini og ástfólk
    • Vita hvernig skal snúa sér þegar maður finnur sterkar tilfinningar til annarrar manneskju
    • Nálgast aðra af virðingu og nærveru
    • Tjá djúpar tilfinningar
    • Að brúa bilið á milli þess hvernig aðrir upplifa mann og hvernig maður upplifir sig sjálfur
    • Beita aðferðum til að uppgötva og skilja betur dýpri lög mannshugans
    • Fullveldi (getan til að tjá mörk og halda þeim öruggum)
    • Taka meðvitaðri ákvarðanir í samhljóm við sín eigin gildi, í stað þess að lifa út frá gömlum vana og ótta við álit annara
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Rækta með sér skýrleika varðandi sinn sannleika og persónulegu gildi
    • Auka félagsleg áhrif í lífi sínu og láta drauma sína rætast
    • Þróa sjálfsöryggi í tjáningu og samskiptum
    • Sýna vilja til einlægni, og á sama tíma auka mátt sinn og styrk
    • Tjá sig frá hjartanu og fá vilja sínum mætt með vilja annara
    • Heildræn samkennd (að finna samkennd með öðrum þrátt fyrir að mikið greini á milli)
    • Eigna sér frávarp og geta nýtt speglun frá öðrum til vaxtar
    • Hafa skýrar leiðir til þess að kanna ástina og dýpka nánd með þeim sem eru manni ástkærir
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.