Flot í þyngdarleysi í heitri sundlaug er leið til spennulosunar úr líkama og sál. Flot skapar aðstæður fyrir djúpslökun og getur m.a. minnkað streitu, aukið sköpun, bætt einbeitingu og aukið svefngæði. Flotið fer fram í heitri laug, 34-35°c.
Farið verður yfir grunnatriði slökunar og nokkrar öndunaræfingar kenndar ásamt teygjuæfingum.
Talið er að kuldi og böð í sjó hafi ýmis jákvæð áhrif á líkamann. Í áfanganum er farið yfir helstu öryggisatriði sjósund og . Farið verður í sjóböð/sjósund við en fjöldi sjósundstímar er ákveðið í samráði við nemendur en aldrei færri en þrír á önn.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leiðum til að nýta öndunaræfingar og slökun í daglegum athöfnum
Hvernig öndnaræfingar geta verið hjálplegar til að draga út streitu og þreytu
Mikilvægi andlegrar og líkamlegrar vellíðunar
Hvað ber að hafa í huga við iðkun sjóbaða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nýta sér önduraræfingar til þess að róa hugann
Nýta sér slökunaræfingar til að draga úr streitu og þreytu og endurnæra líkama og sál
Stunda sjóböð sér til heilsubótar og skemmtunar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Slaka á og kyrra hugann í floti
Ástundun sjóbaða verði ánægjuleg og örugg
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá