Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1632996252.61

    Geðsálfræði
    SÁLF3GS05
    38
    sálfræði
    geðsálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um geðheilsu, geðraskanir, geðheilbrigði og geðrækt. Farið verður yfir flokkanir geðraskana og meðferðarúrræði við geðröskunum skoðuð. Fjallað um samspil sálfræðilegra, félagslegra og líffræðilegra þátta í tengslum við geðraskanir. Einnig er fjallað um streitu í daglegu lífi og hvernig hún hefur áhrif á geðheilsu einstaklings.
    SÁLF2IN05 (eða sambærilegur áfangi)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einkennum mismunandi geðraskana
    • mismunandi nálgun sálfræðinnar á geðheilsu.
    • helstu hugtökum og kenningum geðsálfræðinnar.
    • helstu meðferðarformum og úrræðum við geðröskunum.
    • hvernig viðhorf til geðraskana og meðferð þeirra hefur breyst í tímanna rás.
    • aðbúnaði og möguleikum einstaklinga með geðraskanir í samfélaginu
    • framlagi geðsálfræðinnar til sálfræðinnar og samfélagsins.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum og kenningum í geðsálfræði
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta aðferðir við að minnka eða fyrirbyggja streitu í sínu daglega lífi.
    • setja sig í spor fólks sem á við geðræn vandamál að stríða.
    • beita sálfræðilegum meðferðarúrræðum á einkenni geðraskana.
    • afla sér heimilda og upplýsinga á sviði geðsálfræði, greina þær og setja í fræðilegt samhengi.
    • nýta fræðilegan texta um geðraskanir á íslensku og erlendum tungumálum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta hagnýtt og yfirfært efni áfangans á eigin geðheilsu og daglegt líf
    • tjá sig skipulega á gagnrýninn hátt um einstaka efnisþætti greina alvarleika ólíkra geðraskana með tilliti til áhrifa á daglegt líf
    • • greina áhrif umhverfis og erfða á þróun geðraskana móta eigið geðheilbrigði til að verða hæfari þátttakandi í nútímasamfélagi sem metið er með persónulegum verkefnum eða dagbókarskrifum.
    • afla upplýsinga í geðsálfræði til að nota við úrlausn verkefna
    • framkvæma eigindlega rannsókn og gera grein fyrir helstu niðurstöðum
    rannsóknir, samvinnunám, umræður, fyrirlestrar kennara og nemenda. Verkefnavinna, sjálfsmat, símat og jafningjamat.