Í þessum áfanga verður farið í hvernig efla má hraða, sprengikraft og styrk íþróttafólks. Farið verður í tækni á þar til gerðum æfingum, þarfagreiningar, afkastagetumælingar og þjálfunaráætlanir. Farið verður yfir tækni í ólympískum lyftingum, kraftlyftingum, hraða og snerpuþjálfun og hvernig þessar æfingar geta nýst iðkendum í ólíkum íþróttagreinum.
Vöðva- og hreyfifræði (VOHR2VF05_2 og VOHR3VF10_2) og íþróttalífeðlisfræði (ÍÞLE3ÞÍ05_2)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu hugtökum þjálffræðinnar sem tengjast styrktar- og hraðaþjálfun.
Mismunandi kröfum sem ólíkar íþróttagreinar gera til líkamlegrar afkastagetu iðkenda.
Þekki ólíkar æfingar tengdar styrktar- og hraðaþjálfun.
Helstu aðferðum við afkastagetumælingar.
Grundvallaratriðum við gerð þjálfunaráætlana.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Útbúa ólíkar þjálfunaráætlanir fyrir íþróttafólk.
Miðla þekkingu varðandi framkvæmd æfinga.
Framkvæma æfingar tengdar hraða- og styrktarþjálfun.
Miðla upplýsingum um þjálfunaráætlanir til skjólstæðinga.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Útskýra og kenna æfingar tengdar styrktar- og hraðaþjálfun.
Rökstyðja uppbyggingu þjálfunaráætlana.
Gera sér grein fyrir ólíkum þörfum mismunandi íþróttagreina við gerð þjálfunaráætlana.
Meta álag og umfang lyftingaþjálfunar.
Tengja saman niðurstöður þarfagreininga og afkastagetumælinga við þjálfunaráætlanir.
Gera sér grein fyrir heildarþjálfunarálagi á viðkomandi íþróttaiðkanda.
Gæta þarf að námsmatið meti þá þekkingu, leikni og hæfni sem skilgreind er í öllum viðmiðum áfangans. Lágmarkseinkunn er 7.