Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1633957596.09

  Kynjafræði
  FÉLA2KY05
  49
  félagsfræði
  kynjafræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum fá nemendur innsýn í heim kynjafræðinnar. Þeir fá tækifæri til að kynnast kenningum um valdatengsl kynjanna og grunnskilgreiningar kynjafræðinnar. Í kynjafræði er nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleik eða hlutlausa sýn á heiminn. Fjallað verður um jafnrétti, kyn, kyngervi, staðalmyndir, kvenleika, karlmennsku, fordóma og fleira. Nemendur beina sjónum sínum að eigin samfélagi, málefnum líðandi stundar og skoða tímarit, kvikmyndir, stjórnmál og fjölmiðla út frá hugmyndum kynjafræðinnar.
  INNF1IF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum kynjafræðinnar
  • helstu hugtökum jafnréttismála
  • á sviði kynjafræða og tengingu við nær- og fjærumhverfi sitt sem og sjálf sitt
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka þátt í umræðum um algeng álitamál sem tilheyra kynjafræðinni
  • beita fjölbreyttum orðaforða kynjafræðinnar, geta tjáð skoðanir sínar á ábyrgan hátt og rökstutt þær í ræðu og riti
  • greina stöðu og staðalmyndir kynjanna úr fjölbreyttum miðlum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skoða umhverfi sitt með gleraugum kynjafræðinnar
  • setja sig í spor annarra
  • bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum
  • meta mikilvægi virkrar borgaralegrar þátttöku
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.