Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1634126502.05

    Hreyfifræði
    VOHR3VF10
    2
    Vöðva- og hreyfifræði
    Vöðvafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    10
    Í áfanganum er farið í að tengja vöðvafræðina við líkamsbeitingu í styrktar- og liðleikaþjálfun. Farið er í hugtök lífaflsfræðinnar og þau tengd við beitingu líkamans. Kenndar verða æfingar og skoðað hvaða vöðvahópar vinna saman. Einnig verður farið í hvernig einangra má vöðvahópa með tæknilegri útfærslu æfinganna og hvernig greina má æskilega sem og óæskilega líkamsbeitingu við styrktar- og liðleikaþjálfun.
    Vöðva- og hreyfifræði (VOHR2VF05_2)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvaða æfingar ákveðnir vöðvahópar framkalla.
    • Takmörkunum á einangrun stakra vöðva og vöðvahópa.
    • Heiti helstu hreyfinga í samræmi við vöðvafræðina.
    • Mikilvægi réttrar líkamsbeitingar við þjálfun.
    • Grunnhugtökum lífaflsfræðinnar.
    • Þekkja mismunandi erfiðleikastig í æfingum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma æfingar á æskilegan hátt.
    • Miðla þekkingu sinni á æfingum til skjólstæðinga.
    • Nota viðeigandi búnað við æfingar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Útskýra fyrir skjólstæðingi tæknilegar útfærslur æfinga.
    • Breyta líkamsstöðu og/eða stillingu áhalda til að hafa áhrif á útkomu æfinga og hámarka árangur.
    • Gera sér grein fyrir æskilegum útfærslum æfinga og leiðrétta óæskilega líkamsbeitingu.
    • Útskýra hvaða vöðvahópar framkalla ákveðnar æfingar.
    • Geta miðlað mismunandi erfiðleikastigum æfinga.
    Gæta þarf að námsmatið meti þá þekkingu, leikni og hæfni sem skilgreind er í öllum viðmiðum áfangans. Lágmarkseinkunn er 7.