Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1634205268.05

    Fyrsta hjálp 1 frá Landsbjörg
    FYHJ1LB01
    1
    Fyrsta hjálp
    Fyrsta hjálp, vettvangsnám, þríhyrningakerfið
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er kennd fyrsta hjálp. Nemendur læra að nota þríhyrningakerfið og tilbúinn sjúkrabúnað. Farið er yfir það hvernig veikindi og áverkar eru metin, hvaða meðferð er hægt að beita og búa sjúkling til flutnings. Námið er bóklegt og verklegt á vettvangi. Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim. Nemandi sem lokið hefur námskeiðinu á að vera öruggur í að veita fyrstu hjálp innan síns hóps. Nemendur sem ljúka fyrstu hjálp 1 með fullnægjandi árangri fá staðfestingu á því frá Landsbjörg.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þríhyrningakerfinu við skoðun og mat á slösuðum eða veikum einstaklingi
    • mikilvægustu líffærakerfunum og á þeim hættum sem geta steðjað að
    • grunnendurlífgun fullorðinna og barna og notkun hjartastuðtækja
    • grunnmeðferð sára/brunasára/kalsára og helstu aðferðum við að stöðva lífshættulegar blæðingar
    • einkennum ofkælingar og þeirri grunnmeðferð sem hægt er að beita
    • muninum á stöðugum og óstöðugum stoðkerfisáverkum og meðferð við þeim
    • muninum á lífshættulegum veikindum og þeim sem eru ekki lífsógnandi
    • almennum viðbrögðum og meðferðum við eitrunum
    • grunnatriðum í sálrænni skyndihjálp
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota þríhyrningakerfið til að skoða og meta sjúklinga og kalla eftir aðstoð
    • beita grunnendurlífgun á fullorðnum og börnum
    • nota hjartastuðtæki af öryggi
    • geta stöðvað lífshættulega blæðingu
    • nota spelku á mismunandi útlimi
    • geta komið sjúklingi fyrir á viðeigandi flutningsbúnaði
    • meta helstu veikindi og brugðist við með viðeigandi hætti
    • meðhöndla ofkældan einstakling og bregðast við ofkælingu
    • taka viðeigandi lífsmörk hjá sjúklingi
    • skrá upplýsingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita þríhyrningakerfinu til að meta ástand veikra eða slasaðra
    • beita grunnendurlífgun á fullorðnum og börnum
    • beita hjartastuðtæki
    • stöðva lífshættulegar blæðingar
    • geta á öruggan hátt aðstoðað sjúklinga með stöðuga og óstöðuga áverka
    • beita mismunandi flutningstækjum sem henta fyrir sjúkling
    • geta með öryggi búið um, flutt, og sinnt eftirliti á veikum og slösuðum
    Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.