Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1634550728.32

  AIMG Jöklaleiðsögn 1
  AIMJ2GR03
  1
  AIMG jöklanámskeið
  AIMG, jöklar, starfsnám
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Grunnþjálfun í jöklaleiðsögn sem fer fram á skriðjökli. Farið verður yfir helstu atriði jöklaleiðsagnar svo sem leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórn. Grunnþjálfunin veitir rétt til þess að starfa undir merkjum AIMG á skriðjökli sem AIMG Jöklaleiðsögunemi (e. AIMG Glacier Guide Trainee) undir beinni leiðsögn AIMG Aðstoðarjöklaleiðsögumanns að sumarlagi eða AIMG Jöklaleiðsögumanns að vetrarlagi. Nemendur sem standast kröfur AIMG og fá staðfestingu á því ljúka áfanganum með fullnægjandi árangri.
  VEFE2GR03, FYHJ1FF01, HÓPA2GR03, sjá einnig forkröfur AIMG
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnþáttum varðandi skipulag jöklaferða
  • þeim útbúnaði sem þarf til jöklaferða og hvernig hann er notaður og kynntur fyrir ferðamönnum
  • ísankerum
  • eigin styrkleikum og takmörkunum
  • mismunandi aðstæðum
  • ísklifri, leiðarvali á jökli, skrefagerð, áhættumati og stjórnun, ásamt sprungubjörgun
  • viðeigandi búnaði og öryggisbúnaði í ferðum á skriðjöklum
  • mikilvægi hópstjórnunar
  • hagnýtri veðurfræði og náttúrufræði
  • verndun náttúrunnar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina helstu þætti við skipulag og undirbúning jöklaferða
  • meta eigin styrkleika og takmarkanir
  • setja upp öruggt ankeri
  • stunda ísklifur í ofanvaði af öryggi og að velja ísklifurveggi við hæfi
  • nota réttan búnað á skriðjökli og ganga vel um hann
  • framkvæma sprungubjörgun af öryggi
  • ferðast á jöklum
  • finna heppilegt samstarfsfólk og tengiliði við skipulag og undirbúning ferða
  • nýta sér aðstæður í náttúrunni og meta veðurútlit
  • rata og velja leiðir á jökli, meta áhættu og stýra þeirri hættu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta tekið ákvarðanir miðað við eigið líkamsástand, staðhætti og aðstæður og gesta sinna
  • hagnýta sér búnað sem þarf til að ferðast á jökli
  • ferðast örugglega á skriðjöklum
  • stunda ísklifur við hæfi
  • framkvæma sprungubjörgun af öryggi
  • taka ákvarðanir í samráði við hóp ferðafélaga
  • hagnýta sér það sem sjá má af veðurspám og útliti
  • miðla fróðleik um náttúru landsins sem fyrir augu ber á ferðalagi
  • rata og velja öruggustu leiðina á jökli og í nágrenni þeirra
  • leggja mat á hættur og stýra mögulegum áhættuþáttum
  • taka saman í lok ferðar mat á hvernig til tókst og geta dregið lærdóm af því
  • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.