Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1634556694.55

    Rafíþróttir og rafíþróttamenning
    RAFÍ3RM05
    1
    Rafíþróttir
    Rafíþróttamenning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur dýpka þekkingu sína á rafíþróttum og rafíþróttamenningu heima og að heiman. Nemendur eru búnir undir hvernig hægt er að kynna og spila rafíþróttir í nærumhverfi sínu, í félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Nemendur skipuleggja æfingaleiki og sýna frá þeim. Prófa mismunandi forrit tengd rafíþróttaheiminum og spilun. Nemendur fræðast enn frekar um áhrif heilsutengdra þátta sem hafa áhrif á frammistöðu rafíþróttaspilara eins og svefns og næringar, líkamsbeitingar og vinnuaðstöðu. Nemendur fá að kynnast markaðs- og viðskiptahlið rafíþrótta og fá fræðslu um fjármálalæsi í rafíþróttaheiminum. Áhersla er lögð á þá rafíþróttaleiki sem sérstakur áhugi er á eða hentar vel aðstæðum hverju sinni. Nemendur rækti áfram hlutverk sitt, til dæmis spilari, þjálfari, eða skipuleggjandi, nemendur fá að hafa áhrif á efni áfangans og verkefni unnin út frá hlutverki þeirra. Á önninni taka nemendur þátt í undirbúningi fyrir rafíþróttamót.
    5 einingar í rafíþróttum á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi markvissrar og skipulagðrar þjálfunar
    • Mikilvægi heilsu, næringar, hreyfingar og svefns á frammistöðu sína
    • Þjálfun í tölvuleikjaspilun í víðu samhengi
    • Nauðsynlegum undirbúningi fyrir rafíþróttarviðburði
    • Hvernig er að vera hluti af góðri liðsheild á jafnréttisgrundvelli
    • Hvernig snerpa og andlegt og líkamlegt jafnvægi geta bætt frammistöðu leikmanna
    • Hlutverki viðburðarstjóra í rafíþróttum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Stunda íþróttina markvisst
    • Koma fram við aðra af virðingu
    • Iðka fjölbreyttar æfingar, teygjur og leiki
    • Nota netið og/eða samfélagsmiðla til að vekja athygli á liði
    • Beita skapandi lausnamiðaðri hugsun
    • Stunda hreyfingu sem styrkir og gefur meira úthald til leikjaspilunar
    • Undirbúa þátttöku í rafíþróttarmóti eins og t.d. framhaldsskólaleikana
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka þátt í skipulögðum æfingum í rafíþróttum
    • Þekkja tengsl andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu
    • Að þekkja og skilja tilfinningar sínar
    • Skipuleggja og halda viðburði
    • Gefa og taka við uppbyggilegri gagnrýni
    • Eiga jákvæð og skilvirk samskipti við liðsfélaga
    • Þekkja jafnrétti í rafíþróttum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati.