Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1634568979.68

  Fyrsta hjálp fyrir fjallamennsku
  FYHJ1FF01
  2
  Fyrsta hjálp
  fjallamennska, fyrsta hjálp, óbyggðir
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í áfanganum er kennd fyrsta hjálp með viðbótum sem tengjast fjallamennsku. Nemendur læra að nota þríhyrningakerfið í óbyggðum ásamt því að nota hefðbundinn útivistarbúnað sem sjúkrabúnað. Farið er yfir hvernig hægt er að meðhöndla veikindi og áverka þar sem langt er í hjálp. Námið er bóklegt og verklegt á vettvangi. Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim utan alfaraleiða. Nemandi sem lokið hefur námskeiðinu á að vera öruggur í að veita fyrstu hjálp innan síns hóps á ferðalögum í óbyggðum.
  FYHJ1LB01 eða sambærilegt nám
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þríhyrningakerfinu við skoðun og mat á slösuðum eða veikum einstakling í óbyggðum
  • grunnmeðferð sára/brunasára/kalsára og helstu aðferðum við að stöðva lífshættulegar blæðingar í óbyggðum
  • einkennum ofkælingar og þeirri grunnmeðferð sem hægt er að beita í óbyggðum
  • muninum á stöðugum og óstöðugum stoðkerfisáverka og meðferð við þeim í óbyggðum
  • helstu flutningstækjum og hvernig þeim er beitt
  • meginmun lífshættulegra veikinda og þeim sem eru ekki lífsógnandi og meðhöndlun þeirra í óbyggðum
  • helstu veikindum og viðbrögðum við þeim í óbyggðum
  • forgangsflokkun í slysi og bráðaflokkun í óbyggðum
  • mismunandi flutningsbúnaði sem hægt er að nota og notagildi hans miðað við aðstæður, áhættu og ávinning
  • mikilvægi þess að verja sjúkling frá kulda í yfirsetu og flutningi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota þríhyrningakerfið í óbyggðum
  • beita grunnendurlífgun á fullorðnum og börnum í óbyggðum
  • nota spelku á mismunandi útlimi í óbyggðum
  • geta sett sjúkling á flutningstæki í óbyggðum
  • vinna á hópslysavettvangi og nota bráðaflokkun utan alfaraleiða
  • vernda sjúkling frá kulda og fyrirbyggja ofkælingu eftir fremsta megni
  • nota algeng flutningstæki í óbyggðum
  • sinna sjúklingi í flutningi og yfirsetu og mæla lífsmörk
  • skrá upplýsingar og koma þeim skilmerkileg frá sér ef þess þarf
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita þríhyrningakerfinu til að meta ástand veikra eða slasaðra í óbyggðum
  • beita grunnendurlífgun á fullorðnum og börnum í óbyggðum
  • geta sett sjúkling á viðeigandi flutningstæki í óbyggðum
  • geta með öryggi búið um, flutt og sinnt eftirliti á veikum og slösuðum í óbyggðum
  • gera greinarmun á viðbrögðum við veikindum og slysum í óbyggðum og í byggð
  • útbúa fyrstuhjálpartösku sem er viðeigandi fyrir mismunandi ferðalög
  Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda. Ferilbók í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.